tiistaina, syyskuuta 28, 2010
Lest rímar við stresst
Á sunnudaginn tek ég ferju til Stokkhólms og á mánudaginn lest þaðan. Á fimmtudaginn verð ég í Bologna. Ég hef aldrei verið í lest yfir nótt fyrr og lengst farið með slíkri milli Turku og Joensuu (tekur sex-sjö tíma). Ég er ekkert stressuð. Ekkert kvíðin, svo ég viti, yfirhöfuð. Hinsvegar hef ég átt erfitt með að vakna undanfarna morgna, sökum djúpra drauma sem eru tregir til að sleppa takinu. Þar dregur fátt til tíðinda, er bara eitthvað að þvælast þangað til ég týni skónum mínum og skólatöskunni og eyði því sem eftir er draums í árangurslausa leit og meira klúður á stað með engum klukkum. Til dæmis. Ekkert stressuð, sko.

Langferðalestartips eru vel þegin.

Annars hlakka ég aðallega soldið til. Líka tónleikanna og keppninnar. Og að hitta Ítalina mína, jafnvel uppáhalds frönskuna á heimleiðinni.

Og kannast enginn við melódíuna í seinasta pósti? éveitðieruðaddna!

Tunnisteet: ,

Erla Elíasdóttir @ 8:25 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER