torstaina, kesäkuuta 24, 2010
Ívera
Svo gott að hafa góðan stað að vera á. Síðasta vetur: einmennings„íbúð“ í finnsku stúdentaþorpi, ekki afþví mig langaði neitt sérstaklega að búa alein heldur hafði það barasta skort uppá íbúðartengdan orðaforða að ég skildi almennilega hvað sótt var um. Nú hefur forðinn vaxið og ég prófað einbú, sem var ágætt. Mun varla sækjast eftir því aftur. Fyrsta skipti sem ég hitti Juttu spurði hún hvernig ég byggi. In the Student Village, a single flat, sagði ég. Ah, sagði Jutta, you live in a suicide studio! Í sumar bý ég aftur með fólki, góðu fólki og aftur í húsnæði með vott af karakter eða hellings karakter, og skildi eiginlega varla hvað svoleiðis hafði vantað fyrr en ég vaknaði þar fyrst. Það er gott, gott, gott. Var óviss með húsnæði næsta vetrar, vissi ekki neitt nema að „eldri“ nemendur skyldu ekki treysta á stúdentaíbúðir fyrren í byrjun október þar eð nýrri hefðu forgang (sem er skrítið, afhverju myndu stúdentaíbúðir losna í byrjun október?). En í fyrradag fékk ég póst frá Juttu (við tölum finnsku núna), sem býr í stúdentaþorpinu skammt frá mínu gamla, í þriggja svefnherbergja íbúð, sem ég hef komið í og er megakósí, og þær vantar þriðju manneskju þangað í haust. !
Erla Elíasdóttir @ 3:15 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER