perjantaina, kesäkuuta 18, 2010 |
Góðar móttökur |
Hér hef ég sjóinn og fjallið, fiskinn og fuglinn og fullt af birtu. Sé líka á annan tug plantna, lifandi og plast. Hér eru líka góðir gluggar og notalegt fólk og stundum koma fyndin símtöl.
Hin móttakan mín var allt öðruvísi, þar sat ég bara á kvöldin og dálítið eins og á bakvakt. Lítið af plöntum og gluggum og hvort sem er bara bílastæði að sjá. Mér leið samt vel þar.
Og internetið er undarlega mikið eins, óháð tíma, birtu, persónum eða blaðgrænu. |
Erla Elíasdóttir @ 3:08 ip. |
|
|