tiistaina, helmikuuta 16, 2010
Þunglyndi, geðdeyfð og botnlaust sinnuleysi
Versti óvinur Finna er þunglyndi, geðdeyfð, botnlaust sinnuleysi. Skapþyngsl hanga yfir giftulausri þjóð, hafa árþúsundum saman beygt hvern einasta Finna undir vald sitt og er því dimmt yfir þungbúinni þjóðarsálinni. Ítök sorgarinnar eru svo sterk að margir Finnar sjá dauðann aðeins sem hjálpræði úr nauðum. Kolsvart hugarfarið er þeim harðsnúnari andstæðingur en Sovétríkin.

Fyrsta málsgrein Dýrðlegs fjöldasjálfsmorðs eftir Arto Paasilinna (þýðing mín, en hún er víst til í ísl. þýðingu Guðrúnar Sigurðardóttur).

Sorrí með að nenna aldrei fleiri myndum (fb að kenna) eða bloggum (líka).

En líður vel! Finnskunni fleygir fram, helst þó orðaforða tengdum námi - get lesið og skilið hvað sem er um tungumál, hitt meira abstrakt hefur soldið orðið útundan. Og því les ég Paasilinna. Nóg af dökkleitum lýsingarorðum handa öllum.

Hef reyndar verið rosa dugleg að tala undanfarið (samt svo auðvelt að lesa bara og hlusta og segja ekki nema það nauðsynlegasta), aðallega við Rússa en líka Finna (tala = finnsku). Af almennara tali hef ég varla gert eins mikið allan veturinn og um daginn í Helsinki með Halldóru, það var gott.

Sakna Ástralanna minna sem fóru heim um daginn, samt nóg af góðu fólki eftir. Stundum finnst mér ég búa yfir óbrigðulli hæfni til að rekast á besta fólkið á hverjum stað.

Stundum smá heimþrá, það er ágætt. Svona smá stingir til að segja manni að allt sé enn á sínum stað. Fyrir jól voru jólin aldrei langt undan en að þeim slepptum getur sumarið virst ansi fjarri. En febrúar er stystur, í mars kemur Berlín, í apríl er vor og í maí verður sumarfrí.

Erla Elíasdóttir @ 8:56 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER