keskiviikkona, marraskuuta 19, 2008
501 Saraswati
Á dögunum barst Draumhúsi póstkort frá bökkum Gangesar. Bréfberinn opnaði dyrnar að vanda, heilsaði úr gættinni og setti póstinn inn fyrir. Hefði kortið hinsvegar dottið inn um lúgu, myndin upp, eru allar líkur á að við hefðum talið það fallið frá hlið systkina sinna á veggnum og hengt það upp án nánari athugunar. Á myndinni sést ég halda kortinu upp við hlið þeirra sem fyrir voru:




Svona er húsið okkar, allar báðar hæðirnar. Ég hef jafnvel eignast vinkonu í stíl, hana Japsy nuddkonu sem ég kenni á píanó. Um daginn var hún að segja mér frá hindúisma, frá brahmana-ætterni sínu og því hvernig amma hennar þoli hinum ósnertanlegu ekki að líta framan í sig. Japsy gæti ekki tekið niður fyrir sig um stétt án þess að hætta á útskúfun. Hún sagði að í hindúisma væru milljónir guða og ég spurði hvaða gyðja það væri sem léki á sítar. Hún sagði það vera gyðju visku og tónlistar og nefndi hana meira að segja á nafn, en þegar heim kom hafði ég gleymt nafninu. Það kom ekki að sök, því ég fann það aftan á póstkortinu: hún heitir Saraswati.
Erla Elíasdóttir @ 5:49 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER