perjantaina, lokakuuta 31, 2008
Ástandskrof
Það steðja víst ýmis vandamál að heiminum, þó svo að lítið hafi borið á hryðjuverkaógn á hendur BNA upp á síðkastið.

Það segir Hannes Hólmsteinn að minnsta kosti.

Hann segir líka að þótt hann útiloki ekki Evrópusambandsaðild standi dómur hans og falli með því hvort við þyrftum að leggja meira af mörkum í því sambandi en við fengjum í staðinn. Það væri verri sagan, þetta er vonandi eitt af þessum alþjóðabandalögum þar sem allir aðilar þiggja meira en þeir gefa. Ekki viljum við betri díl en aðrir, er það?

Ætli mikið breytist, nokkurntímann? Ég heyri að vísu frá fjölmiðli að fylgi stjórnmálaflokkanna sé 'í uppnámi'. Vel að orði komist.
Erla Elíasdóttir @ 8:00 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER