sunnuntaina, lokakuuta 26, 2008
Erlent vinaskip í höfn
Þá höfum við formlega eignast vini hér í bæ, sem nærri má geta að eru heldur ekki heimafólk. Hún er hollensk og hann ítalskur, þau komu með Norrænu fyrir tæpum tveimur vikum, líkaði vel og eru hér enn. Við hefðum eflaust rekist á þau á barnum, vendum við komur okkar þangað. En eiginlega er of stutt á barinn, innan við tíu skref. Það væri næstum kjánalegt að reima á sig kuldaskóna til að fara yfir í næsta hús að sötra El Grilló og hlusta á Bylgjuna. Og hingað til hefur enginn verið til að mæla sér mót við.

Ég hitti þau semsagt fyrir utan bókasafnið, þar sem ég beið eftir rútunni á flugvöllinn um daginn, svo rákumst við aftur á í síðustu viku og þau buðu okkur í mat í gærkvöldi, í húsi sem þau fá að búa í tímabundið. Það er fyrsta heimilið sem við komum inná hér, annað en okkar. Þau eru fyrsta fólkið sem við tölum virkilega við um eitthvað, annað en kurteisissmælki við fólk sem er afskaplega almennilegt og hefur tekið vel á móti okkur, en við eigum engu að síður lítið sameiginlegt með. Það var ótrúlega hressandi, húrra fyrir því! Og ferfalt húrra fyrir séns á að bjóða einhverjum heim í fína, stóra húsið okkar (wink wink nudge nudge).
Erla Elíasdóttir @ 1:46 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER