keskiviikkona, lokakuuta 08, 2008 |
Hæ, |
ég er alltaf á leiðinni að skrifa hér svo margt. Skrifa t.d. um ritgerðina sem ætti löngu að vera komin úr frysti, eða um tíðindalitla tilveru okkar hér. Dettur líka í hug að pósta myndum, t.d. af snjónum, sem varð fyrri til en haustlitadýrðin, en fyrst yrði að taka þær og það hef ég átt erfitt með. Þegar viðrar til myndatakna er umhverfið nefnilega svo ógurlega ægifagurt að ég myndi skammast mín fyrir að reyna að fanga það, hvað þá búta oní tölvuna til að verða þar jafn innlyksa og Moskva 2005. Vildi frekar fanga orðin yfir það. Til að byrja með, yfir fjöll; muninn á hinum vest- og austfirsku og hæð þeirra undir sjávarmáli. Og eitthvað um blámann og hvíttið og brædda smjörslikjuna fyrir hádegi.
Það er tímabært að hætta að skrifa um óskrifin. |
Erla Elíasdóttir @ 10:59 ap.  |
|
|