torstaina, toukokuuta 22, 2008 |
|
Í dag pantaði ég flug til Helsinki. Nú eru semsé rúmir tveir mánuðir í eina viku í landinu fyrirheitna, þarnæst óvíst. Mig langar líka á Seyðisfjörð.
Svo prófaði ég mig aðeins áfram í netpanti og pantaði rafræna kartöflubáta hjá Dominos. Ládeyðan á skrifstofunni verður varla meiri eða minni þótt ég stingi af yfir götuna til að sækja þá.
Ég er leið á sumu. Mig grunar líka að það séu einmitt réttu hlutirnir til að leiðast. Annað kann ég vel að meta, einkum nýlegu fjölskylduviðbótina Helgadóttur. Svo er ég alltaf jafn kát með Sæthéðin. |
Erla Elíasdóttir @ 9:36 ip.  |
|
|