torstaina, toukokuuta 15, 2008
Tala ég bara um próf?
En ég er jú búin að þeim fyrir fullri viku og hef gert svo ótalmargt síðan. Farið vestur og lent í lífsháska og dansað í líkhúsi og siglt yfir Breiðafjörðinn og borðað þrjú spæld egg á einum og sama degi. Svo var líka fínt að koma heim, sérstaklega að vera í fríi og geta átt nokkra daga í félagsskap svefns og ísskáps.

Svo komst ég á sumarnámskeið í júlí. Og ég fékk námsstyrk fyrir næsta vetur. Og ég er komin fimm daga framyfir sem föðursystir!
Erla Elíasdóttir @ 9:26 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER