keskiviikkona, huhtikuuta 23, 2008 |
Óstaðfestar heimildir herma... |
...að ég tali við sjálfa mig mér óafvitandi.
Finnskur módernismi á fyrrihluta 20. aldar er eitthvert það allra mest niðurdrepandi, af annars áhugaverðu lesefni að vera. Allt þetta hæfileikaríka fólk sem var nógu næmt á lífið til að kikna undan því fyrir aldur fram. Alkóhólismi, þunglyndi, afturhaldsssamir gagnrýnendur, alkóhólismi, geðklofi... og auðvitað berklarnir.
Annars meiri Edith Södergran, sem fyrr í þýðingu Njarðar P.:
Landið sem ekki er til
Mig langar til landsins sem ekki er til, því allt sem er til hef ég þreyst að þrá. Máninn mér segir í silfurrúnum frá landi sem ekki er til. Land þar sem allar óskir rætast, land þar sem allir fjötrar falla, land sem svalar sárþreyttu enni í tunglskinsdögg. Líf mitt var logandi villa. En eitt hef ég fundið og eitt er mér sannlega gefið - leiðin til landsins sem ekki er til.
Í landi sem ekki er til gengur ástvinur minn með glitrandi kórónu. Hver er sá ástvinur? Nóttin er dimm og stjörnurnar tindra til svars. Hver er ástvinur minn? Hvaða nafn ber hann? Himnarnir hvelfast hærra og hærra og mannsbarn drukknar í þrotlausum þokum og kann ekkert svar. En mannsbarn er ekkert annað en vissa, það teygir upp hendur hærra en himnar. Og svarið kemur: Ég er sá sem þú elskar og alltaf munt elska. |
Erla Elíasdóttir @ 1:27 ip.  |
|
|