torstaina, huhtikuuta 03, 2008
Skórinn kreppir
Gúmmískórnir mínir eru farnir að leka. Ég ákvað að fá mér ekki nýja, heldur stígvél. Ég ákvað ennfremur að hamstra ekki slík áður en þau hækka í verði, heldur grafa uppúr háaloftinu forláta dökkblátt par, keypt í Hróarskeldubæ sumarið 2004. Það reyndist stráheilt, enda vart verið notað utan þessarar tæpu viku. Hinsvegar var gúmmíið enn drulluslikjað frá toppi til táar. Það var drullan sem neitaði að fara í heimkomuhreingerningunni. Svo virðist þó sem losað hafi um hana í geymslunni því hún fór næstum öll af áðan.
Erla Elíasdóttir @ 10:26 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER