torstaina, huhtikuuta 10, 2008 |
Ekki ristavél... |
...brauðrist!
Einhverntímann benti einhver á fáránleika þess að tala um *fátæka* námsmenn. Það þarf varla að taka fram að fólk í námi hefur almennt rýrari tekjur en fólk á vinnumarkaði. Námsfólksins er auk þess fátækt af því taginu sem sumir geta ekki leyft sér, m.a. sökum blankheita. Ef námsmenn vanhagar almennt um nokkuð myndi ég segja að það væri tími. Og gott kaffi.
Stundum er ég óbeitarþrjósk. Þá vel ég af handahófi eitthvert mér lítt kunnugt, alls hlutlaust fyrirbæri, ákveð að ég hafi skilyrðislausa óbeit á því og held mér í hana dauðahaldi. Sem dæmi: ristað brauð. Ég hélt því fram í mörg ár að mér þætti ristað brauð vont, varð ógurlega sár út í mömmu ef hún bauð mér slíkt ómeti og vildi meina að hún gæti nú ekki þekkt mig vel, manstu, það er ÉG sem finnst ristað brauð GEÐVEIKT vont! (Ókei, reyndar nokkur ár síðan því tímabili lauk.) Svo komst ég að því um daginn að ristað brauð er ekkert vont. Heldur gott. Einnig hef ég nýlega étið ofaní mig óbeit á eftirfarandi:
Egils malti Belle&Sebastian slímusetri á bókhlöðunni fjörubragði
Ýmsu er þó haldið til haga , svo sem Jerry Seinfeld og… vonandi fleiru, nema hann sé einn eftir. Veit ekki af hverju, en ég þoli hann ekki! |
Erla Elíasdóttir @ 8:38 ip.  |
|
|