tiistaina, huhtikuuta 29, 2008 |
Computer says nóuð |
- Ég var í málfræðiprófi sem gekk svo vel að varla komin útúr stofunni varð ég þess fullviss að mér hefði yfirsést síðari helmingur þess.
- Ég nenni alveg að segja frá formsatriðisfokkinu og myndi gera það, ef ég skildi það til hlítar.
- Ég komst ekki inn. En ég komst heldur ekki ekki inn.
Þannig er mál með vexti að ég útskrifast ekki fyrr en í haust. Fyrir nokkrum vikum var ég nokkuð langt komin með B.A.-ritgerðina þegar ég ákvað að salta hana til sumars og einbeita mér frekar í bili að hinum 12,5 einingunum. Frekar en að gera alltsaman af hálfvelgju. Kennarinn minn, afar hlynnt þeirri ákvörðun og jafnvel helsti hvatamaður hennar, hélt nú að háskólanum í Turku ætti að standa á nákvæmlega sama um hvort ég kláraði í júní eða október. Fyrst ég gæti sótt um óútskrifuð á annað borð, og yrði auk þess búin í sumar með allt sem klára þyrfti, þótt skírteinið kynni að skorta fram á haust. En svo reyndist aldeilis ekki. Að loknum umsvifamiklum tölvupóstsamskiptum við Túrkista er ég ekki allskostar viss um hvað rætt hefur verið, grunar jafnvel að skilninginn hafi steytt á menningarfræði fremur en máls. Þeir virðast hafa skrifræðisstífnina úr Svíum, sem mér skilst að plagi í það minnsta menntakerfið þar í landi.
En þetta skýrist. Og reddast kannski. Og mislukkist mér fullnæging formsatriðis, þá ber ég nú samt nægilegt traust til karmans míns til að trúa því að einhvernveginn fái ég það sem mér ber. Svo var himinninn líka svo fallegur í morgun. |
Erla Elíasdóttir @ 6:42 ip.  |
|
|
|
|
![]()
|
|
|
Meðlæti: |
- - -
|
Gestgjafar: |
 |
|