keskiviikkona, huhtikuuta 16, 2008 |
|
Borgar hinna dauðu var stranglega gætt, dag sem nótt, og ekki var unnt að finna neitt grafhýsi, sem ég gæti falið foreldra mína í, svo þau gætu lifað eilíflega og notið góðs af fórnunum, sem færðar eru vegna ríka fólksins og frægðarmannanna. Svo ég bar þau út í eyðimörkina, þar sem sólin brenndi mig svo og mergsaug, að ég hélt ég myndi deyja. En ég hélt ótrauður áfram inn í hæðalandið, sem engir nema grafarræningjar þora að hafast við í - alla leið í forboðna dalinn, þar sem grafir faraóanna eru. Sjakalar gólu út í nóttina, eitraðir eyðimerkurhöggormar hvæstu að mér, sporðdrekar skriðu um heitar klappirnar. En ég fann ekki til ótta, því hjarta mitt var harðnað og mér var sama um hættur. Þótt ungur væri, hefði ég fagnað dauðanum. Ég vissi þá ekki enn, að dauðinn kærir sig ekkert um þann, sem þráir hann.
Úr Egyptanum eftir Mika Waltari, ísl. þýðing Björns O. Björnssonar. |
Erla Elíasdóttir @ 3:06 ip.  |
|
|