tiistaina, maaliskuuta 18, 2008 |
Erla er fugl, núna. |
Páskafrí, og ég íhuga að setjast í netbann, námsins vegna. Gallinn er sá að sumar síður verð ég að sækja heim. Námsins vegna. Svo bannið er bannað. Ég ætla samt að fara að byrja að skrifa þessa ritgerð bráðum, þ.e. meira en uppljómaða punkta, óskiljanlega að morgni, og væmin pepp-skilaboð til sjálfrar mín. Ég veit; þetta verður ekkert mál, NEMA ég dragi það of lengi, sem er minnsta málið alls. Svo nú hef ég sett mér það fróma markmið að byrja að skrifa, fyrir alvöru, í dag. Sjáum til.
Það vorar, það er gott. Ég er hinsvegar að hlusta á Antony and the Johnsons; I am a bird now, svo ég er dálítið í sumrinu 2005. Hvað svo sem það sumar kann að ýmsu leyti að hafa verið skýjað, undarlegt og hlægilegt er tilfinningin fyrir því ansi góð. Það er líka gott. Lífið er doldill æðibiti þessa dagana. |
Erla Elíasdóttir @ 9:19 ap.  |
|
|