keskiviikkona, helmikuuta 13, 2008 |
Lestarferð til Pittsburgh |
Ég gæti haldið áfram að veita innsýn í mína alltof löngu, brátt-á-enda reynslu af seyði einsemdarfjörunnar. En nú er ég svo innblásin af ->nýja blogginu hennar Júlíu<-, að ég vil deila með ykkur sögu. Sögu af Áu, mér og Hafdísi, en þó helst af okkur Hafdísi. Það var um daginn, það var á Sirkus. Það var fyrsta miðvikudaginn sem átti að verða sá síðasti. Áa ný-næstumútskrifuð, við Hafdís ekki eins næstum, en þó nógu nærri til að láta okkur varða ýmsar lífsins spurningar útskrift tengdar. Veislu eða ekki veislu, skipulag eða dauða. Hafdís sagði að sig langaði til Moskvu. Ég sagðist kannski ætla til Finnlands. Þá sagðist Hafdís kannski frekar mundu fara til Pittsburgh. Pittsburgh? Já, Pittsburgh. Að læra hvað? Rússnesku. Nú. Afhverju? Nei bara, afhverju ekki? Ég hef aldrei komið þangað! Það var ekki fyrr en Hafdís fór að leiða líkur að góðum heimsóknarmöguleikum milli Pittsburgh og Finnlands að mig fór að gruna skilmysing. |
Erla Elíasdóttir @ 2:54 ip.  |
|
|