maanantaina, joulukuuta 03, 2007 |
Kommentið sem varð að fimm færslum |

Laptop; já, kannski? Bartarnir eru nú varla nema í meðallagi. Annað, að mínu mati athugavert (en ég er kannski svona hrikalega smámunasöm) felst í þessari setningu: „Although he raped most of them, psychologists think he was motivated by power rather than sex...“
Ég spyr, hvenær er því öðruvísi farið? Stjórnast raðnauðgari nokkurntímann af „kynlífi“? Það er svo borðleggjandi að um valdbeitingu og ofbeldi sé að ræða... er það ekki? Ég veit að þetta er bara quiz á feisbúkk, gert af metnaðarleysi fyrir hinn lítt vandláta markhóp netfíkla, en af hverju er samt einsog gert ráð fyrir því að fólk hljóti að ætla nauðgara blábera kynlífsþörf? Ræður þá tilviljun því hvað hún leitar sér ofbeldisfullrar útrásar?
Það er ekki bara þetta, mér finnst víðar bera á þeirri mistúlkun að nauðgun eigi nokkuð sammerkt með kynlífi. Það hlýtur að sjá hver heilvita maður að lágmarkssamfarir í sinni þrengstu skilgreiningu (og hér á ég NB ekki aðeins við nauðganir) eru ekki endilega kynlíf, en kynlíf getur aftur á móti vel átt sér stað án samfara (t.d. í formi sjálfsfróunar). |
Erla Elíasdóttir @ 11:20 ap.  |
|
|