torstaina, joulukuuta 20, 2007
Þessi kort

Annars er ég búin í prófum. Því sit ég hér löngu fyrir hádegi og skrifa á jólakort sem, eins og venjulega, ætla að verða miklu fleiri en ég ætlaði þeim og þó var deitsaðilum aðfangadags sleppt.



Ef eftirtalin lesa:



Sigga Sunna, ég veit ekki heimilisfangið þitt lengur. Svo hérmeð óskast alls góðs og ég vonast til að knúsa þig sjálfa yfir hátíðarnar.



Ásta, veit þitt ekki heldur, en langar líka heldur að hitta þig.



Obba + Gulli, þar sem héðan er lengra í póstkassann en heim til ykkar ætla ég frekar að reyna að hitta ykkur.



Rétt er að taka fram að nærveru korthafa kann einnig að verða óskað yfir hátíðarnar.



Aðrir mega velkjast í óvissu.
Erla Elíasdóttir @ 9:07 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER