keskiviikkona, marraskuuta 21, 2007 |
|
Gallup elskar mig, enda hef ég sjaldnast brjóst í mér til að neita þeim um álitsgjöf. Í gær gaf ég álit mitt í annað skiptið á tæpri viku, og var meðal annars innt eftir því hvort mér þættu a) heilsugæslustöðvar b) apótek c) líkamsræktarstöðvar eiga að heyra undir heilbrigðiskerfið eða almenna verslun og þjónustu. E-orðið var ekki nefnt og það tók mig reyndar sekúndubrot að fatta við hvað gæti verið átt með þessu ofursakleysislega almenn verslun og þjónusta. Það sér sér þó greinilega einhver hag í að kanna viðhorf almennings til þess. |
Erla Elíasdóttir @ 7:03 ip.  |
|
|