maanantaina, marraskuuta 26, 2007 |
Með öllum fyrirvara gegn samsvörun nokkurs við mitt eigið líf |
Þú segir frá
hvernig þú svafst við dyrnar
hjá hundinum þínum margar nætur
hvernig þú hjólaðir og grést
þegar hundurinn þinn dó
og hundurinn var þér meira virði
en pabbi þinn og mamma
sem voru aldrei edrú né heima
og vissu ekki
hvað þau áttu að gera við þig
Það er sorglegt
og þú grætur
Ég sit í stólnum gegnt þér
fæ tóm til að hugsa margt
því þetta er löng saga
og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri hana
Þú segir frá
og ég sit og undrast
af hverju þú minnist aldrei á
kvöldin þegar börnin þín
þorðu ekki að sofna
án þess að læðast um
og gefa þér gætur í laumi -
pabbi er þó ekki byrjaður
að drekka aftur
hvernig líður pabba
er þessi þefur
af konjaki
drekkur hann örugglega örugglega ekki
í nótt?
Meðan þú grætur þig í svefn
af því þú átt svo bágt
að eiga pabba sem var
alkóhólisti
þá sit ég og velti því fyrir mér
hvenær hatur mitt
muni brenna þig
til hvítrar ösku
meðan þú liggur og snöktir
eins og það hvarfli ekki að þér
að þín börn eiga líka
pabba
- - -
Úr Ástarsögu aldarinnar (1978) eftir Märta Tikkanen, Kristín Bjarnadóttir þýddi úr finnlandssænsku.
Úr einhverri þeirri svakalegustu, sorglegustu og bestu bók sem ég hef lesið. Það dregur reyndar síst úr áhrifunum að Märta orti þar gagngert um hjónaband sitt og rithöfundarins Henriks Tikkanen, sem lifði útkomu bókarinnar, veit ekki um hjónabandið. |
Erla Elíasdóttir @ 12:19 ip.  |
|
|
|
|
![]()
|
|
|
Meðlæti: |
- - -
|
Gestgjafar: |
 |
|