torstaina, lokakuuta 25, 2007
Málum blandið

Það er enginn að frílysta sig í Kína, nema ef til vill og vonandi í og með. Hinsvegar er móðir mín nú stödd þar í landi ásamt systur, mági og systurdóttur í þeim tilgangi að sækja dreng til ættleiðingar, Qing að nafni. Hann er þriggja ára síðan í september og því að öllum líkindum kominn vel á veg mandarínskrar máltöku. Móðursystir mín er íslensk, maður hennar Breti en þau eru búsett í Amsterdam, svo fimm ára dóttir þeirra er svo gott sem þrítyngd, auk þess sem ég held hún skilji hrafl í frönsku, móðurmáli föðurömmunnar. Nú vonum við bara að sonurinn haldi jafnvægi þarna einhversstaðar.
Erla Elíasdóttir @ 8:57 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER