maanantaina, syyskuuta 17, 2007 |
...ja mä lauloin: |
Það bar til að Skarphéðinn var fyrirvaralítið á brott numinn og ber fátt nú hérveru hans vitni, annað en ófáir geisladiskar og fáeinar bjórdósir. (Og múblur og bækur og bókamublur og fataleppar og ýmsar góðar lyktir og hálfur kexpakki.) Kannski skilar hann sér á morgun, kannski seinna. Sennilega seinna. Þangað til mun ég klára kexið, hlýða á tónana og bíða tímans. Og, ef til vill, birta fáeinar myndir. |
Erla Elíasdóttir @ 6:50 ip.  |
|
|