lauantaina, kesäkuuta 23, 2007
Onnellisuudessa


Upp á síðkastið hef ég haft af því óvenju þungar áhyggjur, hvað ég skyldi nú verða þegar ég verð stór. Langt er síðan ég sá á bak þeirri von að verða stór (jafntog foreldrar mínir) en því hafði ég treyst sem sjálfsagðri þróun uns annað kom í ljós. Nú, er hið elsta yngri systkina er vaxið mér nokkuð yfir höfuð og hin gera sig líkleg til þess sama, er samanburðar-smæð mín svo óhagganleg að tímabært er að huga að gróðursæld annarra vídda. Og það er enda töluvert stórt að vera meiren hálfnuð með fyrri helming þriðja tugs og eiga ársgamla sambúð með lífsleiðarburði, og slíkir útreikningar beina spurnarsjónum að því hvað ég ætli mér svo í öllum þessum hugsanlega tíma. Það sem mig langar er sennilega áhyggjuefni sökum þess hversu víðfeðmt það virðist í samhengi væðinga og fræðinga og allslags sérhæfinga og yfirleitt hef ég séð það innan skýrari marka sem mig langar ekki, en nú hef ég þær áhyggjur að þetta kunni að vera enn eitt áhyggjuefnið. Um daginn var mér nefnilega sagt frá kvikmyndinni The Secret, sem ku predika það að leiðin til uppfylltra lífsvona felist í að einbeita sér að því sem hver vilji, í stað þess sem hver vilji ekki. Öflin utan andrúmsloftsins greini nefnilega ekki ekki-ð, heldur bara það sem ekki eigi að fyrirbyggja. Ætti ég samkvæmt því, eða ekki, að skamma Skarphéðinn fyrir misnotkun á tvöfaldri neitun?
Erla Elíasdóttir @ 10:42 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER