maanantaina, toukokuuta 21, 2007 |
Sumar, aftur |
Það var svo kalt í nótt að mig dreymdi að ég keypti mér flíspeysu. Ég átti svo góða, sem einhver bölvaður maðkur stal af Moose í fyrra. Og það var ekki einu sinni kalt!
Annars hef ég apa, kött og tvö ullarteppi svo mér ætti að verða kals varnað, allavega í sumar, og ég hef líka eignast fimmtán nýja og hlýja vini. Við erum samvistarmenn á Krossfiskadeild, þótt flest segist reyndar vera ljón. Og einn krítrisdýr. |
Erla Elíasdóttir @ 8:08 ip.  |
|
|