maanantaina, toukokuuta 07, 2007 |
Rámflæði |
Próf eru í þessari viku, svo kemur sumarið og þá byrja ég í nýrri vinnu; sumarvinnu. Gamla vinnan fær að hvílast fram á haust. Sumarvinnustaðurinn nýi er að Lindargötu en þar var gamli sumarvinnustaðurinn einnig, auk þess sem heiti staðanna tveggja ríma. Þó er reiknað með talsverðum mun á meðalaldri viðskiptavina.
Talandi um: hressasti aldurs(næstum aldar!)fögnuður ársins (eða aldar?) var í gær. Var þá fagnað árum Stefáns langafa, sem er 97 í dag. 97 ár eru langur tími og ýmsu fyrir að skála, helst aldrinum yfirhöfuð en einnig því að drekka afkomendagrúann undir borðið í veislunni og vera þó alltaf jafn skýr í kollinum, semsagt álíka og hver annar. Afi! (sagði Einar föðurbróðir), þú ert ferskt vín á gömlum belgjum. Orð að sönnu. |
Erla Elíasdóttir @ 7:20 ip.  |
|
|