torstaina, toukokuuta 31, 2007 |
Gegnumskin |
Og sem tíminn sígur áfram kynnumst við veröldinni uppá nýtt. Það kemur sem fyrr að því að treysta lífinu aftur, en jebúskí hvað ég fyrirlít fólk sem gefur í jeppana sína á 30 hámarkshraða einstefnugötum í miðborginni fyrir séns á að spara 2ja mínútna bið á næstu ljósum. Dýrmætum tíma þess er eflaust betur varið í að skrapa líkamsleifar af upphækkuðum dekkjum.
En við grátum ei meir það sem misst höfum heldur munum það sem átt höfum, og hitt sem eigum enn. Það er sumar, það er dagur, það er ár og það er líf í Reykjavík, og meira en í vetur þar sem Vera er nú komin heim, og Halldóra! Í morgun mætti ég klukkutíma of snemma í vinnuna, mjög óvart, en þó á slíkum fyrirtaks degi til að vakna of snemma og geta ráfað um og ekkert flýtt sér. Svo var líka sumarhátíð Lindarborgar og nú eru tæpar 20 mínútur eftir af síðustu Mímisvakt vetrarins og lífið er alltaf örlítið fallegra en í gær. |
Erla Elíasdóttir @ 10:03 ip.  |
|
|