torstaina, maaliskuuta 08, 2007
Työssä
Það var bleikur múmínbolli í Vestjysk Musikkonservatoriet og það er bleikur múmínbolli í Mími-Símenntun. Nú er ég í Mími-Símenntun, en ég kom einusinni í Vestjysk Musikkonservatoriet. Vestjysk Musikkonservatoriet er í Danmörku og Mímir-Símenntun á Íslandi. Um daginn bókaði ég flug frá Íslandi til Danmerkur, en ekki til að staldra þar við heldur fljúga samdægurs til Helsinki. Þar mun ég heimsækja Halldóru, tvisvar, og þess á milli sækja finnskunámskeið í Turku í boði Norrænu ráðherranefndarinnar. Nei grín, ég veit ekki alveg í hvers boði, en grun, finnsk menntayfirvöld. Nú hef ég ekki kynnt mér hverslags gistingu þeir munu bjóða okkur en skilst að um sé að ræða hótel í eigu hamborgarakeðju. Möguleiki á bleikum múmínbolla er þó enn talinn raunhæfur.
Erla Elíasdóttir @ 5:48 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER