tiistaina, maaliskuuta 20, 2007
Stofudrama
Ég skrifa sjaldan núorðið, en þú lest kannski ekki oft. Samt skrifa ég stundum hér og ýmsir fleiri líka. Svo skrifa ég einstaka innkaupalista, verkefni fyrir skólann eða tölvupóst til danskra skattayfirvalda. Reyndar skrifa ég innkaupalista of sjaldan.







Áðan fór ég á skattstofuna við Tryggvagötu og skilaði þangað viðbótargögnum vegna staðfestingar á skattalegu heimilisfesti. Skattalegt heimilisfesti er eitthvað sem allir hafa, þótt fæstir viti af tilvist þess eða gríðarmiklu vægi í órannsakanlegu samhengi skattleikans. Í krafti hins skattalega heimilisfestis bauð skattstofan mig velkomna heim í sumar með 50 þúsunda ofrukkun og lét mér eftir að leiðrétta málið og ganga á eftir endurgreiðslu. Þegar málið taldist upplýst var mér tilkynnt að með næsta framtali bæri að skila staðfestingu á skólavist erlendis. Ekki aðeins var ég svo forsjál að krefjast sendingar slíks plaggs tafarlaust, heldur hélt því síðan til haga í heila átta mánuði. Í dag komst ég þó að því að þetta er hreint ekki nóg heldur þarf ég að skila þeim danskri skattskýrslu. Nú rámar mig í að fyrir kringum ári síðan hafi slíkur fyrirburður borist að dyrum kytrunnar í Frederiksberg. Mig rámar einnig í að eftir ráðagerðir okkar Gunnu varðandi örlög plaggsins höfum við týnt því í sameiningu. En hvað sem því líður hljóta þeir að senda mér afrit. Ef ekki, hvað skyldi gerast þá?
Erla Elíasdóttir @ 3:18 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER