keskiviikkona, maaliskuuta 28, 2007
- - -



Ég ætla alltaf, og veit ekki hvað hindrar það, að skrifa svo, ekki langt endilega, heldur svo mikið; um lífið. Um ástina. Og það er jafnvel komið vor, og með vorinu koma aukin efni á yfirveguðu göngulagi, sléttfelldu hári og fiðrildum í maga; aðeins í maga, enn sem komið er.





Hingað kom kona með hund í maganum og band í barni. Hún leitaði einhvers og vissi hvers, en hún vissi ekki hvar hvað var. Ég vinn við að vita hvar, en veit sjaldnast hvað er hvað og það er sennilega best. Ég vísaði henni út fyrri ganginn og hálfa leið inn þann næsta; til stofu sex, og á bakaleiðinni gægðist ég í skrifborðsskúffuna hennar, þá neðstu, og þar voru möndlur. Mér finnast möndlur betri en stikilsber, en samt, þegar ég dró fram skúffuna hugsaði ég bara um. Stikilsber.





Svo er möndlumjólk svo dýr.
Erla Elíasdóttir @ 5:24 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER