keskiviikkona, maaliskuuta 21, 2007 |
FinDónald? |
Jæja, ég hélt mig vera að bera grín heimildarmanns míns áfram þegar ég sagðist mundu gista á hóteli í eigu finnskrar hamborgarakeðju. Óekkí. Hótelið nefnist Hesehotelli og er í eigu Hesburger-samsteypunnar. (Ég reyndi að gera úr þessu link en tölvan er errandi. Mæli samt með hesburger.fi og síðan linknum til hægri á Hesehotelli.) Ég fletti síðunni upp til að leita að myndum og fá þannig hugmynd um útlit byggingarinnar, sem ég þarf að mæta fyrir framan á mánudagsmorgni minn fyrsta dag í nýrri borg. Ég fann engar myndir (bara grunsamlega glamúrus myndir af hverri einustu skonsu sem þeir hafa að bjóða), en ef vefsíðurnar endurspegla einhverskonar heildarþema verð ég varla í vandræðum. |
Erla Elíasdóttir @ 6:38 ip.  |
|
|