torstaina, helmikuuta 08, 2007 |
|
Stjórnmál eru skrítmál. Ég veit yfirleitt hug minn þegar að málefnum kemur, en þegar málefnunum er smalað inná afgirt svæði og þau holdgervð í formi misviturra einstaklinga sem síðan er att saman með tilheyrandi drullukökukasti, þá veit ég ekki allskostar hvar ég á að standa, veit ekki hvers drulli ég vildi helst verða fyrir. Sumir virðast halda því fram að hið ráðandi kerfi bjóði bara víst uppá kosningu um málefni án tillits til einstaklinga, sem að mínu mati er ógjörningur og bull. Það er og verður ógæfa málefna, góðra sem slæmra, að þurfa menn til að koma sér á framfæri. Mennirnir geta síðan nýtt sér málefnin til að koma sér sjálfum á framfæri undir hugsjónaflaggi, og að mínu viti ættu þeir síst allra að komast á slíkt framfæri, sem helst vilja það. (Ég tek þó fram að mínar eigin hugmyndir um betra fyrirkomulag eru af skornum skammti.)
En, ég kaus nú samt í dag. |
Erla Elíasdóttir @ 6:35 ip.  |
|
|