lauantaina, tammikuuta 06, 2007
Árórum síðar
Nýtt ár, og vika hefur sjaldan verið fyrstari. Síðast leit ég ársins ljós í frederiksbergskri íbúð sem ég mundi ekki eftir að hefði gleypt mig. Handan óminnis og skýjaverkja voru ótal byrðar frá ári sem þá var nýliðið, sumar svartsárar og vondar, en áttu það sameiginlegt með hinum að ég hélt mér enn í þær. Þá var ég líka ég, en ég vissi ekki hvert ég var að fara. Stundum var ég við. Við sigldum um tímabundið rými stopuls stormbeljanda og nenntum ekki, hvað þá áhyggjum af skipbroti. Ég meinti í rauninni ekki nokkuð mikið með neinu, held ég, eða það með mér. (En, þið verðið að fyrirgefa mér ögn af dramatík! ég held nefnilega að enginn myndi nenna að lesa um það, hvað mér þykir lítil ástæða til annars en að elska lífið. ekki einusinni ég.) Núna veit ég kannski ekki fyllilega hvert ég er að fara. En ég veit hvernig mig langar að komast þangað, og með hverjum.


Annars er mér meinilla við þessa ojlyktandi, eyrærandi, púðurrjúkandi kraftbirtingu helvítis íslenskra áramóta. Ég held ég sé bara of veikluð á taugum til að geta slappað af undir svona kringumstæðum. Hata flugelda. Elska ykkur.
Erla Elíasdóttir @ 3:52 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER