tiistaina, tammikuuta 09, 2007
Í gær var ég viðstödd jarðarför. Í fyrsta skipti, því ég tel varla með þessar tvær 92 eða 3 eða þar um bil, meðal annars vegna þess að ég man hvorki árið né hvort þeirra dó á undan; langafi eða langamma. Þau voru of gömul og ég of lítil til að um væri að ræða að við þekktumst.



Fráfall augnabliksins er mér jafnframt nálægt og fjarlægt. Tengingarnar svo margar, en hefðu getað verið mun fleiri og ég man þær ekki einusinni allar. Tilfinningar mínar eru helstar eftirsjá að eigin óminni, og samúð með þeim sem nær standa. En mikið er stundum best í heimi að eiga stóra fjölskyldu.
Erla Elíasdóttir @ 11:57 ap.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER