torstaina, marraskuuta 16, 2006
Kaltaf
Kuldi liðinna daga hefur varla farið framhjá mörgum og sennilega engum sem rekist hefur á mig. Ég hef vartað hann og veinað, sínkt sem heilagt. Hann lagðist eitthvað svo óþægilega á sálina mína, og þótti mér það ósanngjörn ábót á viðveru hans yfirleitt. Ég var nefnilega hætt að geta klætt hann af mér (=mér var Alltaf kalt, alltaf) og það bakaði óþægindi sem vart var bætandi á rafurmagnað hár, skraufþurra húð, myrkur, hálku og almennan viðbjóð. Mér fannst það nánast ósanngjarnt að þurfa yfirhöfuð út. En í dag tók ég ákvörðun (sem byggir sennilega á litlu öðru en annars(ýmiss)konar krónískri leti og óþolinmæði) um það, að ég nennti ekki að nenna ekki kuldanum, enda væru margvísleg rök hinu gagnstæða til stuðnings:
  1. Ég þarf aldrei að mæta fyrr en kl. 10 (og það ekki nema einn dag í viku), svo myrkur+kuldi+morgunn er sálarheill minni tæpleg ógn.
  2. Dagar mínir samanstanda af litlu öðru en því sem mér þykir skemmtilegt, m.ö.o. það gæti verið verra en mig langar að hugsa um.
  3. Ég var viss um að þriðji punkturinn væri síst sístur, en kannski voru þeir bara tveir, nema þrjú hafi verið áréttun á nægjanleika eitt og tvö, eða bjánaleik þess að væla sona. Svo fór ég í túristaleik áðan og fjárfesti í mótefninu ull í ýmsum myndum, og hlustaði á Low, sem hlýjar mér innanfrá.
Erla Elíasdóttir @ 6:01 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER