torstaina, lokakuuta 05, 2006
Tónáll
* orð dagsins: hefðakeðja

* ég á nýja vinnu

* og akademískan fókus

* að ógleymdri ást og fyrirheiti um pönnukökutertu


Ó, hve gaman væri að hlusta á "Simple Twist of Fate" hans Dylans, án þess að heilinn tæki í hvert sinn upp á því að minna á samnefnt kvikmyndarslys Steve Martin. Það veldur svipuðum hugrenningatengslum og heyrn lags sem manni þótti þegar svo vænt um, er það ruddi sér ófyrirséðs ljósvakarúms í flutningi einhvers maðksins sem á ótrúlegasta hátt sameinaði góðan smekk á tónlist annarra og óskammfeilið ónæmi fyrir meðförum þar á.



En, slíkt getur að sjálfsögðu einnig verið gott og alltað hinu besta máli. Mörg koverlög held ég meiraðsegja mikið uppá, og þar sem uppsetning dagsins er listi... (röð ekki forgangs eða tíma eða nein önnur en sú sem kom uppí hugann (hvaðan koma hugsanir uppí hugann!?))
* ’It's all over now Baby Blue‛ Dylans, í flutningi Them... Van Morrison 4ever!

* ’Hounds of Love‛ hennar Kate Bush, í flutningi Futureheads. Svo ólíkt, þó svo trútt.

* ’Si tu dois partir‛ - ’If you gotta go, go now‛ Dylans, í franskri túlkun Fairport convention. Mín sterkasta frönskuhlið er framburður; bý hvorki yfir nægri orða- né málfræðiþekkingu til að mynda skammlausar setningar - feikana semsagt best í söng.

* ’Port of Amsterdam‛ - Jaques Brel ku hafa verið belgískur sixtís kabarettsöngvari, og ku einnig hafa samið þetta lag, þekktara í flutningi Dresden Dolls... Dresden Dolls eru svo ógeðslega kúl á hátt sem ég vissi ekki að mér þætti svona ógeðslega kúl ahhhhgrhghgrghg.

* ’Temptation‛, flutt af rússnesku Tom Waits koverkóngunum í Billy's Band, ósvo vel - og þeir eru betri læv!

* ’See Emily play‛ - David Bowie flytur Pink Floyd... kannski ekki betur, en hei! hann er David Bowie.¹

* ’Windmills of your mind‛ - Noel Harrison (hveeer?) græddi óskar á því, en Dusty gerði það ógleymanlegt... and the world is like an apple whirling silently in space.

* ’I heard it through the Grapevine‛ - The Slits afgreiða Marvin Gaye betur en hann, nokkrusinni, nokkurntímann, púnktur

* ’Nature Boy‛ - Nat King Cole í flutningi Charles Mingus, kósíkósí... einsog ég elska David Bowie, og Massive Attack á stundum, var ég ekki svo hrifin af meðferð þeirra á laginu.


- - - - -



¹Pinups er auðvitað yndisleg koverplata. Koverband yndisleikans mun vera Billy's Band. (Hundur í óskilum geltir sennilega of tilraunakennt til að kallast koverband... en vá hvað það er ógó fyndið og gaman á að hlusta.) Möggu Eir og Bjögga Há ókrýni ég konungshjón illrar meðferðar á annarra börnum. Takk og góða nótt.
Erla Elíasdóttir @ 8:42 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER