maanantaina, syyskuuta 25, 2006 |
|
Other people wouldn't like to hear you
if you said that these are the best days
of our lives
Other people'd turn around and laugh at you
if you said that these are the best days
of our lives
Other people'd break into a cold sweat
if you said that these are the best days
of their lives
-Blur, "Best days"
Þótt hið versta feli ekki endilega í sér að vera svo slæmt er það verst engu að síður, og síðan mælingar hófust hafa sunnudagar verið verstir. En ég fattaði óvænt í gær að þeir eru eiginlega bestir, núna. Það þýðir að eitthvað annað hljóti þá að vera verst, og ég viðurkenni, að það truflar mig að vita ekki hvað. Því þótt ég telji mig sannarlega vita hvað sé best, þá virðist mér skakkt og ósannfærandi að ég skuli þekkja skil á því besta meðan hið versta mari handan kunnáttumarka, þaðan sem það hljóti jú fyrr eða síðar að gera vart við sig, hvort sem ég búist við eða ekki. Það verður vonandi gaman.
Annars hef ég það fínt, nema ég sakna stundum Kaupmannahafnar hræðilega og hata stundum Reykjavík af ástríðu sem upplýsir hvað ég elskana mikið, líka. |
Erla Elíasdóttir @ 5:07 ip.  |
|
|