keskiviikkona, elokuuta 09, 2006 |
Sjósföll |
Sigli vestur! hef varla siglt síðan Akraborg, man ekki hvenær eða neitt annað en gubb í bréfpoka. Ég veit ekki hvort tilhneiging til bíl og sjó ossoframvegis veiki beri vitni sérlega vondu jafnvægisskyni eða þá ósvo hárfínu og ofurnæmu, og þó, að öllu samanteknu veit ég það samt. En mikið er ég orðin sjóuð í því að rífast kurteisislega í símann, geri það allt að því mér til gamans og upplifi einhvernveginn sem þroskað og ábyrgt að gera; en sú blekking. Álíka (þó öfugt) og að leiðrétta ekki þann undirliggjandi misskilning í samræðum við Frakka að maður sé svo meðvituð og djúptþenkjandi af því einu að kunna að segja atvinnuleysi á frönsku. |
Erla Elíasdóttir @ 2:40 ip.  |
|
|