perjantaina, elokuuta 04, 2006

Man einhver eftir laginu C'est la vie í flutningi Bewitched? Áttunda bekk eða þar um bil, og einhvernveginn þykir mér merkilegt að það skuli heyrast í útvarpi árið 2006. Mig langar dáldið á myndina með langa nafnið, og líka eftir að ég frétti af Lindsay Lohan í þessu stórskotaliði leikara. Ég er enn að velta fyrir mér hvort hafi í alvörunni liðið svona oft yfir hana, eða fjölmiðlar bara sagt svona rosalega oft frá því? Einusinni fannst mér Scarlett Johansson meira kúl en Lindsay Lohan, en eftir samningagerð Scarlettar við Reebok veit ég ekki, veit ekki.


- - -



Hlusta ég kannski of mikið á útvarpið? Hef allavega tvisvar í liðinni viku heyrt þar, í vinnunni, viðtöl við fólk úr hinni vinnunni, en kannski ég vinni bara of mikið. Vinna er samt gott. Gefa gullfiskunum og laga kaffi og passa síðan símann og dyrasímann og matarpantanirnar og lyklaskápana, gæti verið tilbreytingarminna, og í dag fékk ég sérlegan dagamun og jafnvel stöðuris, þegar ég gegndi hlutverki bingóstýru. Bjarni, sjö. Gunnar, fimmtíu og sex.
Erla Elíasdóttir @ 12:43 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER