torstaina, elokuuta 17, 2006

(Fann besta te í heimi í gær. Það er grænt og heitir Grand, eitthvað.)



Sá Esjuna tæplega gegnum morgunmistrið en nú gnæfir hún brúnskyggð handan flóans; stendur sveitt við skuggakast í sólinni. Síðustu helgi eyddi ég á Vestfjörðum, við áreitisheldan Önundarfjörðinn þar sem afi minn, sá nýlega áttræði, ólst upp. Á laugardagsmorguninn gekk ég út, inní óskertan fjallahring, utanað glitti í spegilsléttan Dýrafjörð. Við klifum Mosvallahornið og efst á hryggnum sá ég oní báða firði samtímis meðan Þórunn dansaði og afi talaði í símann. Á sunnudagsmorguninn gekk ég út, en hefði ég ekki vitað lágskýjaðar rætur fjallanna á sínum stöðum, hefði útsýnin ekki verið margra fiska.



Ég hlakka til allra daga, þessa daga. Bíó í kvöld; ást og bíó.
Erla Elíasdóttir @ 3:49 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER