torstaina, heinäkuuta 27, 2006 |
Róóólegt. |
Svo mikið, og svo fámennt, að kaffifólkinu finnst ekki einusinni taka því að hella uppá eftir hádegi, sérstaklega þegar það sjálft er fjarstatt. Þessvegna sötra ég kalt (sem mér þykir nb ekki tiltakanlega verra en heitt) kaffi á tómri kaffistofu og blaða í fréttablöðum vikunnar í annað til sjöunda skipti. Við lestur kynningarbæklings um uppákomur komandi Gay Pride-hátíðar kom mér á óvart, samanborið við annað lesefni á svipuðu formi, hversu vel heppnaður hann er. Jafnvel hundavaði á ódýrum pappír um viðburði líðandi stundar ætti jú að vera, og er, hægt að gera góð og skemmtileg og velstíluð skil. Takk. |
Erla Elíasdóttir @ 3:05 ip.  |
|
|