torstaina, toukokuuta 25, 2006
Og jafntog eða
Mér finnst gott að borða yfir mig þunna og í bernsku hefði ég örugglega óttast regnboga, hefði ég haft til þess ímyndunarafl, en ég skil ekki gengi; ris þess og hnig eða tilgang yfirhöfuð. Ég hef aldrei verið fyrir austan eða á evrópskanari* stað en Tula en ég hef séð kerti, svo falleg að mér finnst sem væru þau mín, myndi ég aldrei tíma að brenna þau og spyr hvort þau vildu heldur sjálf; njóta heimilis-eilífrar en passívt hæglíðandi dáunar að vaxfölvri fegurð, eða kasta brennandi rýrð á umhverfi sitt um stund við útfyllingu heilags tilgangs? Sumum er litadýrðin gegnheil, öðrum aðeins ysta byrðið og sum eru blátt áfram litlaus; default þrátt fyrir bráttorðinn minnihluta, en óháð lögum litum lyktum, hand- eður færibandsuppruna, er tilvist hvers og eins varin innan frá; þau klofin og sameinuð, af kveik. Ég hrasaði og missti eitt; það brotnaði, en brotin héngu saman um kveikiþráðinn, sem virtist sterkari, nú þegar reynt hafði á. Missir brennandi kertis hefði getað farið annan veg, en þegar sá framundan og fyrirframákveðni stendur í ljósum logum verður ferðalagið ekki farið af sjálfu sér, jafnvel þótt valið standi milli þess og einskis.



- - - - -

*Tilraun til stigbreytingar niðurávið, betri tillögum fagnað
Erla Elíasdóttir @ 3:55 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER