maanantaina, toukokuuta 01, 2006
„Guð blessi minníngu þessa manns; hann var einn mestur öðlíngsmaður sem ég hef kynst og sá maður sem fyrstur bauð mér á fínt veitíngahús í Kaupmannahöfn og veitti mér einsog væri ég prinsinn af Wales. Meðan hann kynti mér lostæti heimsins lét hann aftur og aftur í ljós þá skoðun sína með mörgum tilbrigðum í röksemdafærslu hve tilgángslaust væri að púkka uppá íslendínga; þar dugði hvorki skáldskapur lærdómur né læknislist; þetta land væri og hefði einlægt verið óbyggilegt útsker, afdrep landflótta húngurlýðs og útilegu- manna úr Noregi auk nokkurra þrælapískara sem ráku það á undan sér; það væri þarfur maður sem gæti því til leiðar komið að þessi þokulýður yrði fluttur af landinu og settur niður einhverstaðar nógu lángt í burtu, helst í Ástralíu. Ég hef aldrei á ævi minni séð jafnhaltan mann og þennan lækni fyren ég sá Thomas Olesen-Lökken, en sá var líka svo haltur að hann altaðþví snerist um möndul sinn þegar hann gekk.“

-HKL, Úngur eg var, s. 15-16
Erla Elíasdóttir @ 7:31 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER