sunnuntai, toukokuuta 07, 2006 |
Alice Lyttken? |
(Jæja, var svosem aldrei stefnan að týna sér í ismum eða áróðri neinskonar, en hún var heldur aldrei sú, að einskorða sig við neitt í líkingu við stefnu.)
Sjór og strönd og sól og gras, blátt og hvítt og grænt og bjart, of bjart, jafnvel; rautt. Brennda barnið sem forðast eldinn þykir mér með vitlausari fullyrðingum undir yfirskini afdráttarlausrar speki; vantar tilfinnanlega í hana smáa letrið.
Góður dagur, en í endurliti hálftómur. Ís í Svíþjóð, íSvíþjóð. Alveg finnst mér skrítið að land skuli heita -þjóð. Alveg finnst mér stefna í sannkallað sunnudagskvöld; rökkvað og loðið og ekki meira en hálfgagnsætt, sem þekkir ekki áttirnar og sér ekki til himins, heyrir ekki í stjörnunum og finnur ekki púlsinn gegnum brothætta vökuna og svefndrukkið skeytingarleysið milli sunnudagskvölds og mánudagsmorguns, sem er ekki nema enn ein hliðin á fimmtudagskvöldi til föstudagsþynnku. Mig langar í rigningu og mig langar í loftbelg. Knús. Mig langar í knús, í rigningu, í loftbelg. |
Erla Elíasdóttir @ 6:32 ip.  |
|
|