lauantaina, huhtikuuta 22, 2006 |
"The stupid animal that is not a horse" |
Dreymdi svo margt og dreift að það þjakar hausverkinn að hugsa um að útskýra það. Allir komnir í hús og í heilu lagi en hjólið hinsvegar, og uppþvottavélin, gengu í stykki í vikunni. Ég hjólaði skrykkjótt og vaskaði upp, í alvöru vaski og allt. Í gær svaf ég mikið, í gær rigndi mikið og í gærkvöldi fór ég í besta partí í heimi. Í dag; sit og borða jarðarber undir heiðum himni og skýjuðu sinni og fór með Matthías út á róló áðan, en hann fer að geta talist á réttum aldri til að detta úr rólum og sitja við sandát einsog öll almennileg börn. Verst að þessi eini róló hverfisins skuli hvorki búa yfir rólum né sandkössum heldur klifurvirkjum og kastölum (köstulum kastulum kustalum?), sem krefjast frekari þjálfunar líkamsbeitingar en hægt er að reikna með eftir þrettán mánuði plús dag. En þessi draumur... eins mikið og mig langar að segja frá honum næ ég ekki einusinni allskostar utanum hann sjálf, til þess vantar það sem hefur hingað til ekki látið vita af sér, hvað þá að það vantaði, sem er allt og sumt sem það lætur uppi. Í bili. |
Erla Elíasdóttir @ 5:31 ip.  |
|
|