maanantaina, huhtikuuta 17, 2006
I was born a private person
Veit ekki hver les eða skilur, hverjum er sama og hverjum ekki og það er eiginlega löngu hætt að skipta mig máli, eða öllu heldur; ég hef löngu gert mér það ljóst að það skipti engu máli og líka að vettvangur af þessu tagi verði aldrei staðgengill hinna raunverulegri og verði því ekki talinn með á stærri skala, þótt sumt sé vissulega sagt og komist jafnvel til síns heima og líka þótt ég eigi óneitanlega ýmislegt ósagt við suma, ekki marga, en suma, hvort sem þeir vita það eða ekki og kannski þeir geri það; kannski þögum við samstæðum þögnum. Kannski kannskið verði að vissu, einhvers staðar og tíma, varla þess rétta því hann kemur aldrei, en einhvers þó; einhvers einsog ég er einhver og þú líka en aldrei hin réttu meðan á stendur heldur aðeins, mögulega, eftirá má sjá að við höfum verið það, sé horft gegnum fjarlægðina, þó ekki einsog hún sé ekki þar, einmitt ekki, en sjónarhorn fjarlægðarinnar rúmar aðeins einn og það er þessi þversagnarkennda einsemd sem er svo erfið; sú sem felst í okkur öllum og þrífst á þörf okkar hvert fyrir annað.
Erla Elíasdóttir @ 8:15 ip.  


Meðlæti:

- - -

Gestgjafar:

Free Blogger Templates

BLOGGER