| 
                        
                          | sunnuntai, huhtikuuta 30, 2006 |  
                          | Hver veit hvert tíminn fer? |  
                          | Fór regnblautan göngutúr um Frederiksberg Have og villtist, á góðan hátt. Góður garður, full rúðustrikaður kannski. Mikill rojalismablær yfir honum; svanir og bronsfólk og kórónaðir veitingaskálar. Fílarnir ættu að hressa uppá þetta. 
 En það er svo auðvelt að týna sér í borgum og svo gott að geta komist útfyrir. Þótt það sé innaní. Á sunnudaginn verður alvöru-útfyrir; útí stjörnuskoðunareyjuna hans Tycho Brahe sem er jafnvel svo mikið útfyrir að ég held hún tilheyri Svíum núorðið.
 |  
                          | Erla Elíasdóttir @ 7:04 ip.  |  
                          |  |  |