sunnuntai, maaliskuuta 26, 2006 |
Unbeschreiblich weiblich |
I feel like I’m sleeping
Can you wake me
You seem to have a broader sensibility
I’m just living on nerves and feelings
With a weak and a lazy mind
And coming to people's parties
Fumbling deaf dumb and blind
-Joni Mitchell, People's Parties Sunnudagur hefur ekki verið svona mikill slíkur síðan, ég veit ekki hvenær, og man þó sumarið sem allir dagar voru föstudagar og föstudagar allir hinir. Nema laugardagar, sem alltaf voru laugardagar og sunnudagar sunnudagar en þó á annan hátt en föstudagarnir voru föstudagar. Þetta var ég, þarna, ég veit það þótt ég sjái mig varla.
Klukkan sex í morgun var hún alltíeinu sjö, í Íslendingapartíi í Nörrebro; að vistum uppurnum, komnum og förnum og júróvisjónvídjói ofspiluðu vorum við húsráðandi tvær eftir með fimm Spánverjum, sem hefðu allir með tölu getað verið steríó-ljótir Bretar, hefði ekki skort svo fullkomlega á háttvísi og aðra mennska hegðan. Stundum held ég að ég kunni ekki að hætta á toppnum.
En ég sé eftir þessum klukkutíma, sem borgin græddi í október meðan ég svaf í lofthelgi Aeroflot; mér brúaði hann aðeins bilið frá austri til vesturs, sem skyldi þó ekki vanmeta. Það er ekki lengra en svo, hvern hefði grunað það, ekki mig, djöfull sem ég hef fengið nóg af því að miða allt við sjálfa mig, hvenær ætli maður losni undan því? |
Erla Elíasdóttir @ 11:12 ip.  |
|
|