sunnuntai, maaliskuuta 19, 2006 |
Skekkjumörk |
Mér þykir vænt um hárið á mér en ég man ekki hvenær það var síðast utan þess ástands að vera vaxandi úr sér einhvern minniháttar hugmyndaáreksturinn einhverra amatörklipparanna minna, að þeim alls ólöstuðum... síðastliðin þrjú ár hef ég tvisvar verið klippt á hárgreiðslustofu, annarsstaðar og alloft þess á milli; m.a. á klósettinu í Norðurkjallara og ritstjórnarkompu Munins á Akureyri, af Aldísi, Ömmu, Huldu, Helgu, Hafdísi... er ég að gleyma einhverjum? sjálfri mér, já, síðastri og langsamlega sístri. Hefur oft orðið rammskakkt en þó alltaf látið sæmilega að stjórn, og þó, kannski ég sé að ætla mér og mínu valdi óverðskuldað kredit; stundum finnst mér ég ekkert hafa að segja um skapsveiflur þess, sem þrátt fyrir allt er stórkostlega fært í að vera skakkast í heimi ánþess að líta útfyrir það. Lúkka einsog það sé alveg einsog það eigi að vera. Þýðir það að það sé einsog það eigi að vera? og að ef það væri raunverulega skekkjulaust, hlyti það að virðast skakkt? |
Erla Elíasdóttir @ 4:37 ip.  |
|
|