sunnuntai, maaliskuuta 12, 2006 |
Örn í huga þér |
Aldrei hætta að föndra krakkar, það er svo gaman.
Svo margt virðist gangandi af göflunum heima að ég er fegin að vera hér. Oftast. Hér er alltaf gott, en stundum væri þar betra. Vorið er komið á morgnana en veturinn á það sem eftir er, kannski væri meira vor í mér, væri ég ekki svona löt þessa daga, alveg örbylgjumorgunmats- og nescafé-löt. Einnig ætlar bankamafían að ganga af mér dauðri en ég hef góða von um að mömmu takist að kippa því í liðinn, gefi hún sér tíma til eftir að hafa fyllt út skattskýrsluna mína. |
Erla Elíasdóttir @ 6:49 ip.  |
|
|